fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Hlutverkaleikjaklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Hlutverkaleikjaklúbbur

Hlutverkaleikir eru oft vinsælir á frístundaheimilum. Þar fá börnin tækifæri til að klæða sig í allskyns búninga, leika ólík hlutverk og hugmyndaflugið fær að ráða för.

fff

Leiðbeiningar:

Í Hlutverkaleikjaklúbb læra börnin ýmsar félagslegar reglur og efla tjáningu sína. En mikilvægt er að starfsfólk grípi inn í og sporni gegn óæskilegum samskiptum.

Ef mál og læsi er haft að leiðarljósi er hægt að láta hvern hlutverkaleik byggjast upp eftir ákveðnum flokki orða, svo sem starfsheiti, tilfinningum eða íþróttum. 

Þá getur frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi einnig byrjað hlutverkaleikinn á því að skipta barnahópnum í tvennt eða þrennt og hvíslar síðan að þeim hvaða hlutverk þau eiga að leika. Því næst leikur einn barnahópurinn hlutverk sín fyrir hina sem reyna að giska á hvað verið er að leika. Sá sem að leysir gátuna fær stig og skiptast síðan börnin á að leika tiltekin hlutverk. Frístundaleiðbeinandinn/ráðgjafinn ræður hversu lengi leikurinn stendur yfir og sá barnahópur sem hefur náð flestum stigum sigrar.

fff

fff

ff

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Finna til búninga og efnivið fyrir hlutverkaleikinn og ákveða tiltekið þema.

Áhöld: Fjölbreytt úrval búninga og allskonar efniviður sem fer eftir þema hverju sinni. Blöð og blýantar

Rými: Stórt rými