Smáforrit
Tillögur að fjölbreyttum smáforritum sem hægt er að nota til eflingar á miðlalæsi innan frístundaheimila. Smáforritin eru valin með það í huga að börnin geti notað þau í misstórum hópum.

Book Creator
Bókagerðarforrit til þess að búa til gagnvirka rafbók. Hægt er að setja inn myndir, texta, hljóð og upptökur. Einnig er hægt að bæta við ýmsu efni úr öðrum forritum inn í bókina svo sem brúðugerðamyndum, teiknimyndum eða klippimyndum.

iMovie
Kvikmyndagerðarforrit þar sem hægt er að klippa saman myndir og myndbönd, lesa inn á og bæta við tónlist. Einnig er hægt að fylla inn í fyrirfram tilbúnar myndastiklur sem einfalt er að vinna með, jafnvel fyrir yngstu hópanna.

Stop Motion
Hlaðvarpsforrit þar sem hægt er að klippa saman hljóð, lesa inn á, búa til eða bæta við tónlist. Einfalt og skemmtilegt í notkun.

Krakka RÚV
Smáforritið KrakkaRÚV býður upp á vandað barnaefni á íslensku fyrir sjónvarp og útvarp. Í boði eru íslenskir þættir eins og Stundin Okkar, Krakkafréttir og skemmtilegir og fræðandi útvarpsþættir frá Útvarpi KrakkaRÚV.

Spotify for Podcasters
Hlaðvarpsforrit þar sem hægt er að klippa saman hljóð, lesa inn á, búa til eða bæta við tónlist. Einfalt og skemmtilegt í notkun.

Orðaflipp
Smáforritið Orðaflipp er gagnlegt tól fyrir skapandi skrif þar sem notendur fá tækifæri til að hugsa út fyrir boxið og fylla hausinn af hugmyndum. Orðaflipp bætir orðaforða og þjálfar málfræði.

Spotify for kids
Smáforritið er auðveld leið fyrir börn á öllum aldri til að uppgötva tónlist í skemmtilegu umhverfi. Þar er hægt að finna fullt af sönglögum, hljóðrásum og lagalistum fyrir unga hlustendur.

ChatterPix
Smáforritið ChatterPix hvetur börn til að tjá sig í gegnum myndir. Hægt er að velja mynd, skreyta hana og ljá henni rödd. Myndin getur verið af hverju sem er; dýrum, hlutum, fólki eða landslagi.

Animation Maker Kids
Animation Maker Kids er teiknimyndaforrit sem auðvelt er í notkun. Hægt er að búa til hreyfimyndir með því að nota teikningar sem gerðar eru með fingrum.

Super StoryMaker
Sögugerðarforrit sem styður við alls kyns málörvun. Í smáforritinu er að finna myndir og sögubakgrunna sem nýtast til að búa til fjölbreyttar sögur.