fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Samveruklúbbur

Samveruklúbbur

Í klúbbnum er reynt að efla samskipta- og félagsfærni barna með því að spjalla um hluti sem á daga þeirra hefur drifið eða eitthvað sem þau hafa áhuga eða þörf til þess að skilja betur og ræða um. 

fff

Leiðbeiningar:

Byrjað er á því að koma sér vel fyrir í þægilegu og rólegu rými þar sem allir geta látið sér líða vel. Í upphafi klúbbsins er tekið spjall við börnin, þar sem ýmis málefni eru rædd og ber öllum að virða skoðanir annarra. Farið er yfir viðburði úr daglegu lífi, fréttir og frásagnir í fjölmiðlum.

Ýmis verkfæri er hægt að nota til þess að koma á móts við fjölbreyttan hóp barna. Börn sem eiga erfiðara með að tjá sig geta til dæmis notað smáforritin Scene and Heard, Tákn með tali  eða Alexicom AAC sér til aðstoðar. Þá getur vefsíðan Tákn með tali einnig verið nytsamlegt.

Eftir að spjallinu er lokið og börnin jafnvel orðin fremur óróleg er kjörið að hefja sögustund þar sem bók er lesin eða notast er við rafbækur. Rafbækur má nálgast á Borgarbókasafninu ef lítið er um slíkan kost á frístundaheimilinu. Einnig er hægt að leyfa börnunum að teikna myndir í tengslum við söguna á meðan á sögustundinni stendur.

Í kjölfar sögustundarinnar getur verið gott að ræða um innihald sögurnar eða gefa börnum tækifæri á að leika þær eftir, þannig að þau læri að setja sig í spor annarra. Þá er hægt að spyrja þau út í söguþráðinn og svipbrigði persóna til þess að leggja áherslu á upplifun barnanna. Jafnframt er hægt að hvetja þau til að segja frá hvað þau telja að gerist næst í sögunni og hvernig hún gæti endað öðruvísi en hún gerði.

f

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Kjörið er að undirbúa klúbbinn með því að ákveða hvað verður rætt um hverju sinni, finna sögu eða fréttir sem tengist umræðuefninu og jafnvel prenta út myndir sem börnin geta litað eða tekið í gegn ef áhugi er fyrir hendi

Áhöld: Bækur, sögur, blöð og litir og snjalltæki eftir þörfum

Rými: Rólegt og hljóðlátt rými


Smáforrit:

Scene and heard gagnast vel til að minnka samskiptaörðugleika og árekstra sem geta komið upp vegna takmarkaðrar tjáningar.

f

Alexicom Acc vinnur með tákn og hljóð til þess að auðvelda börnum tjáningu. Hægt er að setja inn sín eigin tákn og taka upp hljóð.

ff

Tákn með tali er uppflettiforrit til að auðvelda nálgun að táknum hvar og hvenær sem er.

f

Autism Apps inniheldur upplýsingar um ýmis forrit sem henta einhverfum og börnum með sérþarfir