fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi – Hátíðsdagar og þjóðhátíðardagar

Hátíðsdagar og þjóðhátíðardagar

Flestar ef ekki allar þjóðir heims halda upp á bæði sameiginlega og eigin hátíðisdaga. Sumir þeirra eru mjög áhugaverðir og skemmtilegar hefðir fylgja sem gaman getur verið að kynna fyrir börnum.  Íslenska hátíðisdaga og áhugaverða erlenda daga má finn á vefnum.

f

Leiðbeiningar: 

Byrjað er að segja börnum frá þeim hátíðisdegi sem verður unnið með þann daginn og kynna fyrir börnunum sögu hans, hefðir og skemmtileg atriði. Auðvitað er hægt að velja fleiri en einn dag sem skoðaður verður í klúbbnum hverju sinni.

Í kjölfarið er hægt að skoða föndurverkefni sem mætti framkvæma í tengslum við daginn. Sem dæmi má leyfa börnum að vinna að gerð öskupoka ef öskudagur hefur orðið fyrir valinu eða púla púsl í tengslum við hátíðisdaginn.

Í lok klúbbsins er hægt að taka spjallhring með börnunum og jafnvel biðja þau um að stinga upp á hátíðisdegi eða þjóð sem þeim langar að kynnast betur.

Aldursviðmið: Allir 

Stærð hóps: Meðalstórir eða stórir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að velja hvaða hátíðisdaga á að velja hverju sinni og vinna að skemmtilegu efni í tengslum við þennan tiltekna dag 

Hvað þarf: Snjalltæki eftir þörfum

Rými: Lista- og föndurrými