Hlaðvarpsklúbbur
Með tækninni í dag er mjög auðvelt fyrir börn að búa til áhugaverðan hlaðvarpsþátt. Hægt er að flytja pistil, taka viðtöl, spjalla um málefni líðandi stundar og velja viðeigandi lög til þess að spila í þættinum. Auðvelt er að taka upp efnið með hinum ýmsu tækjum og klippa það til dæmis í smáforritinu Anchor.
f
Leiðbeiningar:
Til þess að hefjast handa við að búa til útvarpsþátt er fyrsta skref að huga að dagskrárgerð. Það þarf að ákveða um hvað þátturinn á að vera og hvað á að koma fram. Þegar dagskráin hefur verið ákveðin í samráði við börnin er hægt að byrja að taka upp. Ef um reglulegan hlaðvarpsþátt er að ræða er best að byrja á því að taka upp þá hluta sem munu koma fyrir í hverjum þætti svo sem upphafs- og lokakveðjur. Auðvelt er að taka aðeins einn hluta upp í einu og þá lagfæra og færa til dagskráliði eftir á svo óþarft er að einbeita sér að röð dagskráliða.
Þegar allt efni hefur verið tekið upp er hægt að hefjast handa við eftirvinnsluna. Hægt er að setja inn ýmis hljóð og stef auk þess sem hægt er að velja skemmtilega tónlist til þess að brjóta upp þáttinn.
Þegar þátturinn er tilbúinn er hægt að hlaða honum á netið. Ef þættinum er hlaðið upp á hlaðvarpsrás er gott að hafa það í huga að aðgangurinn er opinn og því vert að forðast viðkvæm málefni og full nöfn barnanna.
Aldursviðmið: Allir
Stærð hóps: Litlir hópar
Undirbúningur: Æskilegt er að sækja smáforritið í snjalltæki frístundaheimilsins, kynna sér notkun þess og jafnvel horfa á kennslumyndbandið hér fyrir neðan
Áhöld: Snjalltæki eftir þörfum
Rými: Rólegt og hljóðlátt rými
Smáforrit: