Kynslóðaflakksklúbbur
Eldri kynslóðir eru oftar en ekki fullar af fróðleik sem synd er að nýta ekki til fullnustu eða eins og sagt er “hvað ungur nemur, gamall temur”. Því er tilvalið að gefa börnum frístundaheimilsins tækifæri á því að kynnast eldri og heldri borgurum í sínu hverfi.
fff
Leiðbeiningar:
Til þess að koma slíkum klúbb á laggirnar er nauðsynlegt að koma á góðu samstarfi milli frístundaheimilisins og dvalar eða hjúkrunarheimili hverfisins. Þegar samstarfinu hefur verið komið á er hægt að skipuleggja heimsóknir og búa til dagskrá um hvað verði gert hverju sinni.
Best er að fara með litla hópa í heimsókn á dvalar eða hjúkrunarheimili hverfisins. Þá er hægt að bralla ýmislegt skemmtilegt í þessum heimsóknum, svo sem sögustund, bókalestur, puttaprjón eða spjall.
Í lok hvers Kynslóðaflakksklúbbs er mikilvægt að gefa sér 10 mínútur til þess að ræða við börnin, svo sem spjalla um klúbbinn og heimsóknina.
ff
Aldursviðmið: Allir
Stærð hóps: Litlir hópar
Undirbúningur: Best er að hafa samband við dvalar eða hjúkrunarheimili hverfisins og koma á fót skemmtilegu samstarfi
Áhöld: Góða skapið 🙂
Rými: Dvalar eða hjúkrunarheimili hverfisins
Áhugaverðir hlekkir: