fristundalaesi@gmail.com

Miðlalæsi – Klippimyndaklúbbur

Klippimyndaklúbbur

Klippimyndir geta verið stórskemmtilegar og er bæði fróðlegt og gaman að búa slíkar til. Auðveldast er að vinna með snjalltæki þegar unnið er að klippimyndagerð með börnum og er til dæmis sniðugt að notast við smáforritið Stop Motion.

f

Leiðbeiningar: 

Byrjað er á því að skipta börnunum í litla hópa og leyfa hópunum að ákveða um hvað klippimyndin þeirra á að vera um. Þegar búið er að ákveða viðfangsefni er hægt að hefjast handa við að búa til handrit, ef notast á við slíkt.

Þegar handritið eða sögulínan er tilbúin er hægt að hefjast handa við að búa til eða velja persónur klippimyndarinnar. Persónur og umhverfi getur verið allt milli himins og jarðar og því tilvalið að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala.

Því næst er efni klippimyndarinnar tekið upp og sett saman. Í lok klúbbsins eða þegar myndirnar eru tilbúnar getur verið gaman að halda litla klippimyndasýningu.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Finna til upptökubúnað

Áhöld: Snjalltæki eftir þörfum

Rými: Rólegt og hljóðlátt rými


Smáforrit:

Stop Motion býður upp á að búa til hreyfimyndir úr ljósmyndum. Þessi tækni lætur líta út fyrir að kyrrstæðar myndir hreyfist.