fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Læsistegund

Heilsulæsi

Samkvæmt Mennta- og barnamálaráðuneytinu er heilbrigði og velferð einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi.

Heilsulæsi er mikilvægt í því samhengi en það fjallar um að börn tileinki sér þekkingu og hæfni til þess að afla sér upplýsinga og nota þær til heilsueflingar.

Helstu áhersluþættir heilbrigðis eru jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.

Öll frístundaheimili Reykjavíkurborgar eru heilsueflandi. þar sem lögð er áhersla á að börnum séu kynntir heilbrigðir lífshættir.

Aukin færni í heilsulæsi gerir börnum kleift að tileinka sér slíkan lífsstíl á gagnrýninn hátt, skapa sér raunsanna sjálfsmynd og bæta þekkingu sína til þess að stuðla að heilsu og vellíðan.

Eykur andlega vellíðan

Eykur líkamlega vellíðan 

Styrkir heilbrigt líferni