fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi

Heilsulæsi

Samkvæmt Menntamálaráðuneytinu er heilbrigði og velferð einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi¹. Heilsulæsi er mikilvægt í því samhengi en það fjallar um að börn tileinki sér þekkingu og hæfni til þess að afla sér upplýsinga og nota þær til heilsueflingar². Helstu áhersluþættir heilbrigðis eru jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.

Öll frístundaheimili Reykjavíkurborgar eru heilsueflandi³. þar sem lögð er áhersla á að börnum séu kynntir heilbrigðir lífshættir. Aukin færni í heilsulæsi gerir börnum kleift að tileinka sér slíkan lífsstíl á gagnrýninn hátt, skapa sér raunsanna sjálfsmynd og bæta þekkingu sína til þess að stuðla að heilsu og vellíðan.

Hvað er verið að efla? Andlega – og líkamlega vellíðan og heilbrigt líferni

fff

fff

Smáskref

Hljóðbók

Notalegt getur verið að hlusta á hljóðbók í síðdegishressingunni. Hægt er að finna fjölbreytt úrval af hljóðbókum á öllum Borgarbókasöfnum.

Hreinlæti

Myndrænar leiðbeiningar um handþvott hafðar í augnhæð barna nálægt öllum vöskum á frístundaheimilinu og þau hvött til að þvo sér um hendur áður en þau fá sér að borða.

Fæðuhringurinn

Höfum fæðuhringinn sýnilegan í augnhæð barna ásamt ráðleggingum varðandi síðdegishressingu.