Smáforrit
Tillögur að fjölbreyttum smáforritum sem hægt er að nota til eflingar á heilsulæsi innan frístundaheimila. Smáforritin eru valin með það í huga að börnin geti notað þau í misstórum hópum.
GoNoodle
GoNoodle er skemmtilegt smáforrit sem inniheldur fjölbreyttar dans tegundir og jóga æfingar fyrir börn.
Super Stretch Yoga
Jóga smáforritið Super strech leiðbeinir starfsfólki og börnum í gegnum fjölbreyttar æfingar, öndunaræfingar og slökun.
Sensory Lightbox
Smáforritið Sensory Lightbox notar abstrakt mynstur og hljóð til að þjálfa færni í núvitund. Hægt er að velja um margskonar mynstur, eins og rigningu, eld, sápukúlur og snjókomu. Síðan kemur hljóð sem er í samræmi við það mynstur sem hefur orðið fyrir valinu. Þá snarkar í eldinum og heyrist í rigningunni.
Calm
Smáforritið Calm leggur til sjö skref í átt að friði og ró. Hugleiðslurnar eru mislangar, allt frá 2 mínútum upp í 20 mínútur. Hægt er að velja um mismunandi tónlist og hljóð, eins og rigningu.
Sterkari út í lífið
Smáforritið Sterkari út í lífið inniheldur hugleiðsluæfingar kyrir börn og fullornða. Búið til af íslensku fagfólki.
Storytel
Með smáforritinu Storytel fá hlustendur tækifæri til að hlusta á fjöldann allan af hljóðbókum.
Geocaching
Þessi skemmtilegi leikur vísar börnum með snjalltæki á stað sem hugsanlega geymir fjarsjóð. Á vissum stöðum er búið að koma fyrir vatnsþéttum ílátum með einhverju spennandi og gestabók. Sá sem finnur fjársjóðinn skráir nafn sitt í gestabók staðarins og má taka eitthvað úr boxinu en þarf þá að bæta öðru við í staðinn. Síðan er fundurinn skráður inn í leikjakerfið.
Actionbound
Hægt er að búa til ratleik með smáforritinu Actionbound, með spurningum og verkefnum tilgreind fyrir afmarkað svæði.
Fatmap
Hægt er að nálgast fjöldann allan af 3D kortum með smáforritinu FATMAP. Forritið sýnir ólíkar gönguleiðir fyrir fjallgöngur, hjólreiðar, skíði og svo framvegis.
Lazy Monster
Smáforritið er með fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar fyrir fjöruga krakka á öllum aldri.