Þemadagar
Tvær hugmyndir af þemadögum sem efla heilsulæsi. Hægt er að nýta hugmyndinar af þemadögum á heilum dögum á frístundaheimilum vegna skólafrís og þegar settir eru upp ákveðnir þemadagar eða þemavikur.
Dagur vatnsins
Dagur vatnsins er alþjóðlegur hátíðisdagur sem haldinn er 22.mars ár hvert.
Mikilvægt er að styrkja vitund barna um nauðsyn þess að standa vörð um aðgang að vatni og ræða við þau um réttindi allra á hreinu vatni. Vatn er ein dýrmætasta auðlind jarðar, án þess er ekkert líf. Aðgengi að hreinu vatni er eitt af grunnmarkmiðum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Á Íslandi nýtum við vatnsauðlindina á fjölbreyttan hátt, allt frá drykkjarvatni, til upphitunar og raforkuframleiðslu. Því má með sanni segja að vatnið sé okkar íslendinga helsta auðlind.
Gaman er að vinna að degi vatnsins á frístundaheimilum landsins. Þar er hægt að skipuleggja ýmsa leiki eða verkefni sem snúa að því að kenna börnum um mikilvægi vatns og hvernig við getum varðveitt þessa auðlind okkar allra sem best. Það er hægt að nálgast ýmsar hugmyndir að verkefnum á vef Sameinuðu þjóðanna um dag vatnsins.
Í flestum þéttbýliskjörnum landsins er að finna almenningssundlaug. Ef kostur er getur því einnig verið gaman að fara með börnin á frístundaheimilinu í sund og kenna þeim um mikilvægi vatnsins í leiðinni.
Ýmsar raforkustöðvar eru einnig tilbúnar að taka á móti barnahópum í heimsókn. Í Elliðaárstöðinni taka vísindamiðlarar til að mynda á móti barnahópum og sjá um leiðsagnir og fræðslu.
Smáleikar
Það getur verið skemmtileg upplifun fyrir börnin að setja á fót smáleika á frístundaheimilinu þar sem börn fá tækifæri til þess að keppa sín á milli í ýmsum íþróttum eða leikjum.
Gaman getur verið að velja með barnahópnum einhverja skemmtilega leiki og íþróttir sem þeim langar að keppa í. Hægt er að nýta leikjavefi til þess að fá skemmtilegar hugmyndir. Mikilvægt er að huga að inngildingu þegar íþróttaleikar eru skipulagðir til að tryggja að öll börn finni eitthvað við sitt hæfi.
Frístundamiðstöðun Kringlumýri heldur íþróttaleika árlega. Þar koma frístundaheimili hverfisins saman og keppa í fjölskrúðugum greinum. Ímyndunaraflið ræður för í vali á keppnisgreinum sem geta verið stígvélakast, boðhlaup, reipitog og stopp dans.
Frístundaheimilin keppa sín á milli en hverju þeirra hefur verið úthlutað þemalit sem notaður er til þess að útbúa fána og skreyta liðsmenn og stuðningshóp. Stuðningshópurinn hvetur liðsmennina áfram með tilbúnu keppnislagi sem er sungið á meðan þau keppa í hverri grein.
Hér á heimasíðunni er að finna fjölbreytt efni sem nýta má til þess að stuðla að íþróttaiðkunn. Þar ber helst að nefna dansklúbb, jógaklúbb og boltaleikjaklúbbur og íþróttaklúbb.
Einnig er hægt að styðjast við hagnýt verkfæri í verkfærakistunni, s.s. útileikur mánaðarins.
Styrkleikadagur
Allir hafa sína styrkleika, en þeir eru ekki alltaf sýnilegir og gott getur verið fyrir börn að læra að þekkja þá. Hægt er að setja á fót sérstakan styrkleikadag eða sérstaka þemaviku sem snýr að því að finna, efla og læra um styrkleika barnanna á frístundaheimilinu.
Á styrkleikadeginum er að hægt að fara í ýmsa hópeflisleiki sem snúa að því að efla sjálfsmynd barna og fá þau til þess að vinna saman að sameiginlegum markmiðum.
Einnig er tilvalið að vinna með Styrkleikaspil en það er byggt á VIA-strength sem er þekkt styrkleikapróf með 24 skilgreindum styrkleikum. Mikilvægt er að börn geri sér grein fyrir því að allir hafa ólíka styrkleika. Það reynist vel að horfa á styrkleika í einstaklingsvinnu og í hópum þar sem allir sjá hvað hver og einn hefur til að bera.
Hér á heimasíðunni er að finna fjölbreytt efni sem nýta má að efla styrkleika og tilfinningalæsi barna. Þar ber helst að nefna stuðboltaklúbb og samveruklúbb.
Einnig er hægt að styðjast við hagnýt verkfæri í verkfærakistunni, s.s. veggspjald með tilfinningum og samstæðuspil með tilfinningum.