fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi- Útileikur mánaðarins

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Útileikur mánaðarins

f

Við kunnum öll einfalda leiki úr barnæsku sem skemmtilegt er að kynna börnunum fyrir. Á frístundamiðstöðvum og frístundaheimilum leynast oftar en ekki leikjahandbækur með fjölbreyttum leikjum sem hægt er að styðjast við.

Sumir af þessum leikjum krefjast undirbúnings og getur tekið lengri tíma að kenna börnunum þá. Tilvalið er að nota þessi veggspjöld sem kynna fjölbreytta útileiki í máli og mynd.

Hægt er að koma veggspjaldi fyrir í fatahengi barnanna eða við útidyrahurðina og skipta því út mánaðarlega. Þetta eru hópleikir sem hugsaðir eru til þess að þjappa hópinn saman og gefa tilbreytingu í útiveruna.