fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Tónlistarklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Tónlistarklúbbur

Tónlistarklúbbar eru sívinsælir á frístundaheimilum og hafa mörg mjög spennandi verkefni verið sett á fót. Töluverður fjöldi frístundaheimila hefur komið sér upp safni af hljóðfærum þar sem tónlistarmenn framtíðarinnar geta tekið sín fyrstu skref. Frístundamiðstöðin Kampur, sem nú er hluti af frístundamiðstöðinni Tjörninni gaf út prýðisgóða handbók sem ber heitið Tónlistarsmiðjur í Kampi: handbók fyrir leiðbeinendur. Þar koma fram greinagóðar leiðbeiningar fyrir starfsfólk frístundaheimila sem hafa áhuga að koma upp metnaðarfullum tónlistarklúbbi þar sem megináhersla er lögð á samkennd, samvinnu og tillitsemi. 

f

Leiðbeiningar:

Þegar unnið er að Tónlistarklúbbi þarf að huga að því að undirbúa klúbbinn vel áður en börnin koma í klúbbinn. Auðvelt er að missa athygli barnanna þegar mikið er um spennandi hljóðfæri sem litlum fingrum klæjar að komast í. Nauðsynlegt er því að finna ákveðið merki eða hljóð sem merkir að börnin eiga að hafa þögn og hætt að spila á hljóðfærið.

Í upphafi er sniðugt að kenna hrynleiki og hægt að kynna þau hljóðfæri, sem eru til taks í klúbbnum þann daginn, með því láta ganga á milli og allir sem vilja spreyta sig fá að prufa að spila. Þá læra börnin hvaða hljóð hvaða hljóðfæri gefur frá sér og hvernig er hægt að nota þau. Það er þó auðveldara að hafa færri fremur en fleiri hljóðfæri í gangi til að byrja með. 

Þegar börnin eru búin að ná tökum á fyrstu hljóðfærunum er hægt að kynna smám saman til leiks fleiri og flóknari hljóðfæri og byrja að semja lag með börnunum. Best er að reyna að semja lag  sem börnin geta munað og spilað aftur viku seinna.

Til þess að brjóta klúbbinn upp er hægt að hlusta á ýmisskonar tónlist, fara í stoppleiki og fleiri æfingar með tónlistarlegu ívafi.Sé áhugi á því að vinna enn skipulegra að eflingu máls og læsis er tilvalið að kynna börnunum nótur og nótnalestur, hlusta á lög og vinna með texta. Ef frístundaheimilið hefur takmarkaðan aðgang að hljóðfærum er tilvalið að nota tónlistarforrit eins og GarageBand.

Aldursviðmið: Allir 

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Velja þarf hljóðfæri sem nota á í hvert skipti og finna til það efni sem fara á yfir. Einnig er kjörið að kynna sér vel handbók Kamps af tónlistarsmiðjum

Áhöld: Leiðbeinanda með tónlistarkunnáttu, helst á slaghljóðfæri til þess að slá takt. Hljóðfæri eða snjalltæki fyrir rafræna tónlistarsköpun.

Rými: Stórt og hljóðlátt rými 


Smáforrit:

Garage Band er einfalt hljóðvinnsluforrit þar sem hægt er að klippa saman hljóð, lesa inn á, búa til eða bæta við tónlist. Hægt að notast við fjölmargar tegundir af hljóðfærum og töktum.