fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi – Smáskref

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Einföld smáskref



Til þess að hefjast handa við að efla vísindalæsi markvisst í starfi frístundaheimila er hægt að byrja á þessum smáskrefum. Skrefin þrjú eru nokkuð einföld í sniðum og eiga það sameiginlegt að þurfa takmarkaðan undirbúning og taka stuttan tíma í framkvæmd.

Sólkerfið

Skemmtilegt er að skreyta frístundaheimilið með sólkerfinu. Þá er tilvalið að hengja upp myndir af plánetunum ásamt nafni þeirra.

Áhugaverðir hlekkir

Sólkerfið

Stjörnumerki

Hvað eru margir mánuðir í árinu?
Hengjum upp nafn mánaðanna ásamt myndum af stjörnumerkjum sem tengjast þeim.

Tölustafir

Gott er að hafa tölur sýnilegar upp á vegg til að auðvelda börnum að þekkja þær. Hægt er að lita tölustafina, perla þá, föndra eða jafnvel kubba þá.

Áhugaverðir hlekkir

Tölustafir