fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi – Þemadagar

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

ÞemadagarTvær hugmyndir af þemadögum sem efla félagslæsi. Hægt er að nýta hugmyndinar af þemadögum á heilum dögum á frístundaheimilum vegna skólafrís og þegar settir eru upp ákveðnir þemadagar eða þemavikur.

Dagur vináttunar

Þrátt fyrir að haldið sé upp á alþjóðlegan dag vináttunar þann 30. júlí ár hvert, er vel hægt að halda upp á dag vináttunnar hvenær sem er innan frístundaheimisins.

Tilvalið er að setja upp skemmtilegar stöðvar sem tengjast vináttu á einn eða annan hátt eins og til dæmis vinabandagerð, félagsfærnisögustund, hópeflisleikir og sameiginleg listsköpun.

Þegar kemur að hópaskiptingu barnanna er gott að raða börnum þannig saman í hóp að þau fái að kynnast einstaklingum sem starfsfólk frístundaheimilsins telja að geti myndað æskileg félagstengsl. Þetta á sérstaklega við börn sem standa höllum fæti félagslega.

Dagur gegn einelti

Þann 8.nóvember ár hvert er tileinkaður baráttunni gegn einelti. Einelti getur haft slæmar afleiðingar í för með sér bæði andlega og líkamlega fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra. En oft er það hinn þögli meirihluti sem lætur eineltið viðgangast því fáir sýna ábyrgð og bregðast við.

Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og starfsfólk og börn hvött til að taka höndum saman og standa gegn einelti og slæmum samskiptum.

Nauðsynlegt er að miðla góðum lífsgildum til barnanna og ræða reglulega um einelti og afleiðingar þess. Þegar börn eru þjálfuð í að vera saman í leik og starfi þar sem mannréttindi, lýðræði og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi getur það veitt góð forvörn þar sem slæm samskipti ná síður að skjóta rótum.

Áhugaverðir hlekkir

Dagur gegn einelti