Hagnýt verkfæri til útprentunar
Fjögur verkfæri sem frístundaheimili geta nýtt sér til þess að hefjast handa við að efla félagslæsi markvisst í starfi sínu. Verkfærin eru nokkuð einföld í sniðum og hægt að nýta á frístundaheimilum með lítilli fyrirhöfn.
Læsisveggspjald
Á læsisveggspjaldinu er að finna stutta umfjöllun um félagslæsi ætlað starfsfólki frístundaheimila og börnum sem þar dvelja.
NánarKveðjur á fjölbreyttum tungumálum
Verkfærið kveðjur eru veggspjöld sem bjóða fólki góðan daginn og velkomin á 15 algengustu móðurmálum barna á Íslandi.
NánarTilfinningaveggspjald
Þegar börn koma tilfinningum sínum ekki í orð getur verið gagnlegt að hafa uppi veggspjald sem sýnir svipbrigði sem túlka tilfinningar.
NánarSamstæðuspil með tilfinningum
Verkfærið samstæðuspil inniheldur 40 spil, 20 pör, af jákvæðum og erfiðum tilfinningum.
Nánar