Samstæðuspil með tilfinningum
f
Verkfærið Tilfinningaspil er skemmtilegt samstæðuspil sem inniheldur 50 spil, 25 pör, með fjölbreyttum tilfinningum. Spilið eflir bæði minni og tilfinningalæsi barna á jákvæðan og gagnvirkan hátt.
Tilgangur spilsins er að stuðla að samtölum um tilfinningar og opna fyrir umræðu um hvernig börnum líður í mismunandi aðstæðum. Mikilvægt er að gefa sér tíma til að ræða tilfinningarnar um leið og þær koma fram í spilinu, því þá verða umræðurnar bæði líflegri og dýpri.
Tilfinningarnar sem birtast í spilinu tengjast beint Tilfinningaveggspjaldinu og er því gott að hafa það við höndina þegar spilað er. Börn fá þannig fjölbreyttar leiðir til að þekkja, skilja og tjá tilfinningar sínar í leik og samskiptum.
f
