fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Læsistegund

Náttúru og umhverfislæsi

Náttúru- og umhverfislæsi byggir á því að efla þekkingu, reynslu og áhuga barna á umhverfi sínu og náttúru. Það er gert með því að benda þeim á áhugaverða hluti í umhverfinu með áhuga þeirra og upplifun að leiðarljósi.

Með virkri útiveru eflast tengsl barnanna við umhverfið og skilningur á náttúru eykst þannig að þau læra að bera virðingu fyrir henni.

Það er mikilvægt að frístundaheimili veiti börnum tækifæri til að efla og þroska hæfileika sína í útiveru til þess að þau öðlist reynslu og færni til að byggja upp frekari þekkingu.

Þau læra til að mynda ný orð og hugtök yfir fyrirbæri í náttúrunni og sjálfstæði þeirra og geta til að lesa í umhverfi sitt eykst enn frekar. Börnin læra þannig um náttúruna í náttúrunni í gegnum leiki, með því að sjá, snerta og upplifa.

Eflir umhverfisvitund

Eykur sjálfbærni

Eflir lýðheilsu