fristundalaesi@gmail.com

Miðlalæsi

Miðlalæsi

Miðlalæsi fjallar um þekkingu, færni og skilning til að nýta fjölmiðla á öruggan og skilvirkan hátt¹. Þegar fjallað er um miðla er átt við dagblöð, tímarit, bækur, sjónvarp, kvikmyndir, tölvuleiki, netið og tónlist. Oft er vísað til fjölmiðla sem fjórða valdsins til þess að undirstrika mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélögum. Með örum tækniframförum skipa miðlar jafnframt veigamikinn sess í öllum nútímasamskiptum bæði meðal barna og fullorðinna.

Með því að efla miðlalæsi eykst færni barna til að skilja hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á þau sem einstaklinga þar sem miðlar geta mótað val, myndað skoðanir og skapað barnamenningu. Miðlalæsi hvetur börnin til gagnrýnnar hugsunar og gefur þeim tækifæri til að skilja samfélag sitt á greinargóðan hátt.

Hvað er verið að efla? Tæknikunnáttu, samskiptafærni, samfélagsvitund og gagnrýna hugsun

ff

ff

Smáskref

Aðgengi að blöðum og tímaritum

Útvarp/hlaðvarp

Fjölmiðlaleiðbeiningar

Greiður aðgangur að fjölmiðlum fyrir börn á frístundaheimilum er mikilvægur. Hægt er að tryggja aðgang allra barna frístundaheimilisins með því að gerast áskrifandi af blöðum, tímaritum og bókaklúbbum ætluðum börnum. Tilvalið er að hafa nýtt efni sýnilegt til þess að auka aðgengi barnanna að efninu. Hægt er að láta nýtt efni snúa fram og jafnvel merkja með með áberandi merki eða límmiða.

Gaman getur verið að hlusta á útvarpsþætti eða hlaðvarpsþætti ætlaða börnum á meðan þau dunda sér í rólegri rýmum frístundaheimilisins. Útvarp KrakkaRúv og Selsvarpið eru dæmi um útvarp/hlaðvarp fyrir börn.

Á frístundaheimilinu Undralandi er börnum kennt að nálgast fjölmiðla á ábyrgan og áhrifaríkan hátt. Veggspjöld með leiðbeiningum eru höfð sýnileg á svæðum þar sem fjölmiðlanotkun á sér stað. Þær snúa að því hvar og hvernig hægt er að nálgast tiltekinn miðil, hvers ætlast er til af börnunum sjálfum við notkun á miðlinum og hver réttindi þeirra eru þegar kemur að miðlanotkun. Mikilvægt er að allar leiðbeiningarnar séu hafðar í orði og myndum. KrakkaRúv er gott dæmi um fjölmiðil ætlaðan börnum.