Læsistegund
Miðlalæsi
Miðlalæsi fjallar um þekkingu, færni og skilning til að nýta fjölmiðla á öruggan og skilvirkan hátt. Þegar fjallað er um miðla er átt við dagblöð, tímarit, bækur, sjónvarp, kvikmyndir, tölvuleiki, netið og tónlist.
Oft er vísað til fjölmiðla sem fjórða valdsins til þess að undirstrika mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélögum. Með öðrum tækniframförum skipa miðlar jafnframt veigamikinn sess í öllum nútímasamskiptum bæði meðal barna og fullorðinna.
Með því að efla miðlalæsi eykst færni barna til að skilja hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á þau sem einstaklinga þar sem miðlar geta mótað val, myndað skoðanir og skapað barnamenningu.
Miðlalæsi hvetur börnin til gagnrýnnar hugsunar og gefur þeim tækifæri til að skilja samfélag sitt á greinargóðan hátt.