fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Smáforrit

GoNoodle

GoNoodle er skemmtilegt smáforrit sem inniheldur fjölbreyttar dans tegundir og jóga æfingar fyrir börn.

Super Stretch

Jóga smáforritið Super strech leiðbeinir starfsfólki og börnum í gegnum fjölbreyttar æfingar, öndunaræfingar og slökun.

Xnote

Einfalt er að búa til ratleiki eða fjársjóðsleit í smáforritinu Xnote. Þar er sett inn mynd af því sem leitað er að eða þeim stað sem börnin eiga að finna. Börnin fá síðan kort þar sem merkt hefur verið inn á áfangastaður með stóru Xi. Þeir sem leita af áfangastaðnum birtast sem bláir punktar á sama korti og færist punkturinn um kortið þegar lagt er af stað. Þá getur einnig verið skemmtilegt að skrifa skilaboð til þeirra sem leita inn í forritið.


Sensory Lightbox

Smáforritið Sensory Lightbox notar abstrakt mynstur og hljóð til að þjálfa færni í núvitund. Hægt er að velja um margskonar mynstur, eins og rigningu, eld, sápukúlur og snjókomu. Síðan kemur hljóð sem er í samræmi við það mynstur sem hefur orðið fyrir valinu. Þá snarkar í eldinum og heyrist í rigningunni.

Calm

Smáforritið Calm leggur til sjö skref í átt að friði og ró. Hugleiðslurnar eru mislangar, allt frá 2 mínútum upp í 20 mínútur. Hægt er að velja um mismunandi tónlist og hljóð, eins og rigningu.

Happ App

Einfaldar æfingar sem stuðla að andlegri vellíðan er að finna í íslenska smáforritinu Happ App. Æfingarnar sem flestar eru einfaldar í framkvæmd byggja á jákvæðri sálfræði og eru til þess fallnar að efla andlega heilsu.