fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi – Tæknilegóklúbbur

Tæknilegóklúbbur

Ímyndunaraflið fær að ráða för þegar börnin kubba úr legó. Í Tæknilegóklúbb gefst börnum tækifæri til að búa til allskonar rafknúin tól og tæki úr legókubbum eins og tannhjól, mótora, vélmenni og ýmislegt fleira.

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi klúbbsins er mikilvægt að ræða við börnin um góða umgengni við tæknilegóið og því næst kynna fyrir þeim hvaða tæknilegó er í boði hverju sinni. Gott er að sýna þeim myndir eða myndbönd af því sem þau eru að fara að kubba saman, fara vel yfir leiðbeiningarnar með þeim og aðstoða þau eftir þörfum. 

Ef það er ekki til tæknilegó á frístundaheimilinu þá er hægt að fá lánað fjölbreyttar tegundir af tæknilegó í gegnum Búnaðarbanka Mixtúru. Þar er til dæmis að finna LegoWeDo sem er legó sett með 280 kubbum sem hægt er að byggja ýmiskonar vélmenni úr. Þessu setti fylgir hugbúnaður sem settur er upp í tölvum eða snjalltækjum með einföldum forritunareiningum. Hjá Mixtúru eru einnig til endurnýjanleg orku legó, fleiri legó vélmenni og legó verkfræðisett. Auk þess eru til skemmtilegir ljósakubbar sem passa við flestar tegundir kubba. 

Í lok klúbbsins væri gott að gefa sér 10 mínútur til þess að ræða við börnin um upplifun þeirra og til dæmis hvað þeim fannst vera sniðugast eða skrítnast.

Aldursviðmið: 3. og 4. bekkur

Stærð hóps: Litlir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að finna til tæknilegó eða fá það að láni hjá Mixtúru. Þá þarf einnig að kynna sér leiðbeiningarnar

Áhöld: Tæknilegó og fylgiseðla

Rými: Stórt rými