fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Hláturjógaklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Hláturjógaklúbbur

Það léttir lundina að hlæja í góðum hópi. Í Hláturjógaklúbb er hláturinn vakinn með skemmtilegum leikrænum æfingum sem er samblanda af hláturæfingum og jógaöndun. Þar er hlegið án þess að brandarar séu sagðir eða fyndnar sögur. En vegna ytra áreitis eða af innri hvötum hefur hláturinn jákvæð áhrif á líkamann og er því góður fyrir líkama og sál. Jafnframt er þetta hin besta skemmtun. 

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi Hláturjógaklúbbs er spjallað við börnin um jákvæð áhrif hláturs og þau hvött til að segja frá því hvað kom þeim síðast til að hlæja. 

Því næst er farið í nokkrar hláturjógaæfingar og jógateygjur og endar tíminn á hláturhugleiðslu og smá slökun. Ef börnunum þykir þetta kjánalegt þá er bara um að gera að hlæja að þessu öllu saman. 
Þá er einnig gott að styðjast við smáforritið Happ App þar er hægt að finna einfaldar æfingar sem stuðla að andlegri vellíðan.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Æskilegt er að kynna sér hláturjóga, hláturæfingar og jógaöndun.

Áhöld: Jógadýnur

Rými: Stórt rými


Smáforrit:

Smáforritið Sterkari út í lífið inniheldur hugleiðsluæfingar kyrir börn og fullornða. Búið til af íslensku fagfólki.