fristundalaesi@gmail.com

Gátlisti

Gátlisti

Viðmið og vísbendingar um að frístundaheimilið vinni markvisst að eflingu máls og læsis 

 1. Upplýsingar ætlaðar börnum eru í augnhæð og komið á framfæri í orði og mynd.
 • Merkingar innan frístundaheimilis svo sem í rýmum, á svæðum og hlutum teljast fullnægjandi.  
 • Gott aðgengi er að áhugaverðum bókum á mörgum tungumálum.
 • Lestrarhorn er til staðar og hægt að nýta til lesturs í rólegu umhverfi.
 • Tungumálauður frístundaheimilisins hefur verið kortlagður og er nýttur.

 • Starfsfólk nýtir hvert tækifæri til að eiga í samskiptum við börnin með virkri hlustun.
 • Unnið er markvisst að eflingu máls og læsis í hressingu.
 • Unnið er markvisst að eflingu máls og læsis í útiveru.
 • Unnið er markvisst að félagslæsi í almennu og/eða klúbbastarfi.
 • Unnið er markvisst að lista- og menningarlæsi í almennu og/eða klúbbastarfi. 

 • Unnið er markvisst að miðlalæsi í almennu og/eða klúbbastarfi. 
 • Unnið er markvisst að samfélagslæsi í almennu og/eða klúbbastarfi. 
 • Unnið er markvisst að vísindalæsi í almennu og/eða klúbbastarfi. 
 • Unnið er markvisst að náttúru- og umhverfislæsi í almennu og/eða klúbbastarfi. 
 • Unnið er markvisst að heilsulæsi í almennu og/eða klúbbastarfi.