Uppfinning mánaðarins
f
Gaman er að kynna börn frístundaheimilisins fyrir fjölbreyttum uppfinningum sem hæfileikaríkir einstaklingar hafa fundið upp á.
Hægt er að gera það með því að nota veggspjöld Frístundalæsis um uppfinningu mánaðarins. Það getur verið bæði fróðlegt og skemmtilegt fyrir börnin að sjá uppfinningarnar og lesa sig til um þær.
Hægt er að nýta veggspjöldin til að skapa áhugaverðar umræður og auka tæknivitund barnanna.