fristundalaesi@gmail.com

Heilsulæsi – Þemadagar

Þemadagar

Dagur vatnsins

Dagur vatnsins er alþjóðlegur hátíðisdagur sem haldinn er 22.mars ár hvert. Mikilvægt er að styrkja vitund barna um nauðsyn þess að standa vörð um aðgang að vatni og ræða við þau um réttindi allra á hreinu vatni. Vatn er ein dýrmætasta auðlind jarðar, án þess er ekkert líf. Gaman væri ef að frístundaheimili, leikskólar og grunnskólar myndu öll taka þátt í þessum þemadegi, sem er eitt af grunnmarkmiðum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Smáleikar

Það getur verið skemmtileg upplifun fyrir börnin að taka þátt í Smáleikum. Þar koma frístundaheimili hverfisins saman og keppa í fjölskrúðugum greinum. Ímyndunaraflið ræður för í vali á keppnisgreinum sem geta verið stígvélakast, boðhlaup, reipitog og stopp dans. Þá er gaman að búa til fána fyrir hvert frístundaheimili og jafnvel keppnislag sem er síðan sungið þegar börnin mæta á Smáleikana.