fristundalaesi@gmail.com

Samfélagslæsi- Stafróf

Stafróf á fjölbreyttum tungumálum

s

Á frístundaheimilum borgarinnar er fjölbreyttur barnahópur sem kann allskyns tungumál.

Gaman er að kortleggja þau tungumál sem eru töluð á frístundaheimilinu og hafa stafróf þeirra sýnileg. Í verkfærakistu Frístundalæsis er að finna veggspjöld með stafrófi þeirra 15 algengustu móðurmála sem töluð eru á Íslandi.

Hægt er að nýta þau og hengja upp stafróf kortlögðu tungumálanna í lestrarhorni frístundaheimilisins.

Getur þetta aukið vitundarvakningu barna á tungumálaauð frístundaheimilisins og þeim fjarsjóði sem felst í tungumálum okkar.