fristundalaesi@gmail.com

10 Einföld atriði

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

10 einföld atriði

1. Höfðum til barna með myndrænu dagskipulagi, valtöflu og matseðli.

2. Merkjum allt milli himins og jarðar á frístundaheimilinu með orði og mynd. Gaman er að gera það í samstarfi við börnin.

3. Höfum bækur sýnilegar og látum skemmtilegar bækur snúa fram til að auka áhuga barnanna. 

4. Gerum hressinguna að gæðastund með spjalli við börnin eða ævintýralegri sögustund.

5. Aukum upplýsingaflæði til barnanna með myndrænum reglum, leiðbeiningum og sáttmálum sem eru sett upp í augnhæð barna. 

6. Komum upp notalegu lestrarhorni með fjölbreyttu úrvali af bókum á mörgum tungumálum. Tilvalið er að skreyta rýmið með myndum af börnum sem eru að lesa.

7. Hvaða tungumál eru töluð á frístundaheimilinu? Kortleggjum þau og höfum stafróf þeirra sýnileg.

8. Notumst við 10 mínútna regluna: Gefðu þér 10 mínútur til að eiga í samskiptum við hvert barn sem stendur höllum fæti félagslega eða er fjöltyngt með íslensku sem annað tungumál.

9. Hver eru 100 algengustu orðin í íslensku? Höfum þau sýnileg annað hvort á gólfi eða á veggjum.

10. Bjóðum upp á leik dagsins. Skipuleggjum einn hópleik í útiveru ásamt því að hafa lýsingu og reglur sýnilegar.