fristundalaesi@reykjavik.is

Verkfærakista- Félagslæsiskassi- Tilfinningaveggspjald

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Tilfinningaveggspjald

f

Veggspjaldið Tilfinningar sýnir fjölbreytt svipbrigði sem tjá jákvæðar og erfiðar tilfinningar á myndrænan og aðgengilegan hátt. Þegar börn eiga erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð getur verið hjálplegt að nota veggspjaldið til stuðnings í samskiptum.

Tilgangur veggspjaldsins er að efla tilfinningalæsi og sjálfsvitund barna í leik og daglegu starfi. Börn geta bent á myndir sem hjálpa þeim að tjá hvernig þeim líður og starfsfólk getur þannig átt uppbyggilegt samtal um tilfinningar og aðstæður sem geta valdið þeim.

Gott er að vinna með veggspjaldið í samvinnu við börnin, t.d. með því að fá þau til að koma með hugmyndir að fleiri tilfinningum sem þau vilja hafa með eða búa til sínar eigin myndir. Með þessu má styðja við umræðu um tilfinningar og samskipti.

f