fristundalaesi@reykjavik.is

Verkfærakista- Listalæsiskassi- Listalæsisveggspjald

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Veggspjald um listalæsi á frístundaheimilum

f

Veggspjaldið um listalæsi er sérstaklega hannað fyrir frístundaheimili. Á því eru helstu þættir listalæsis settir fram á einfaldan og aðgengilegan hátt fyrir börn.

Tilgangur veggspjaldsins er að kynna börnum hvað listalæsi er og hvernig það tengist daglegu starfi á frístundaheimilum. Veggspjaldið má einfaldlega hengja upp á sýnilegan stað svo börnin geti skoðað það og velt fyrir sér innihaldi þess. Einnig má nota það sem upphafspunkt í umræðum um listalæsi, til dæmis um hvernig það birtist í leik og starfi á frístundaheimilum eða sem hluta af skipulögðu hópastarfi.

Neðst á spjaldinu er QR-kóði sem vísar á heimasíðu Frístundalæsis. Þar má finna nánari upplýsingar, verkefni og fjölbreyttar hugmyndir um hvernig megi efla listalæsi barna á frístundaheimilum.

f