Litahringur
f
Veggspjaldið Litahringur inniheldur tólf liti sem sýna frumliti, annars stigs liti og þriðja stigs liti á skýran og sjónrænan hátt. Veggspjaldið er hægt að nýta til stuðnings við skapandi starf og verkefni og má hengja upp á sýnilegum stað í frístundaheimilinu eða í listarými.
Tilgangur verkfærisins er að hjálpa börnum að skilja hvernig litir tengjast og blandast, auk þess að vekja áhuga á litavali í eigin sköpun. Litahringurinn er gagnlegur stuðningur bæði í umræðum um litafræði og sem innblástur þegar börn prófa mismunandi litasamsetningar í listaverkum sínum.
f
