fristundalaesi@reykjavik.is

Leiðbeiningar

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Hvernig nota ég Frístundalæsi?


Heimasíða þessi er hugmyndabanki sem auðvelt er að byggja á og nota í frístundastarfi. Hér er ekki settur fram tæmandi listi af hugmyndum um hvernig efling máls og læsis getur farið fram á frístundaheimilum heldur bent á ýmsar hugmyndir sem hvert og eitt frístundaheimili getur tileinkað sér eða lagað að sínum þörfum.

Frístundalæsi hefur verið skipt í þær sjö tegundir læsis sem frístundaheimili vinna hvað mest með að undanskildu hefðbundnu læsi sem tvinnað hefur verið inn í þær. Þessar tegundir læsis eru; félagslæsi, lista- og menningarlæsi, miðlalæsi, samfélagslæsi, vísindalæsi, náttúru- og umhverfislæsi og heilsulæsi.

Á heimasíðunni er að finna stutta umfjöllun um hverja tegund læsis fyrir sig, hugmyndir sem hægt er að framkvæma í almennu starfi og hugmyndir að klúbbastarfi. Einnig er sagt frá fyrirmyndarklúbbum sem eru starfræktir í borginni, spennandi þemadögum, uppbyggilegum smáforritum og ítarefni.

Læsisumfjöllun

Hver upphafssíða inniheldur fræðitexta sem fjallar um hverja tegund læsis, þar sem hún er skilgreind og sett í samhengi við frístundastarf. 

Almennt starf

Hver læsistegund inniheldur hugmyndir sem framkvæma má í almennu starfi, þ.e. allt það starf sem fer fram á frístundaheimilum að undanskildu skipulögðu klúbbastarfi.

Klúbbastarf

Hver læsistegund inniheldur hugmyndir af klúbbastarfi, þ.e. skipulagt starf þar sem börnin velja sér ákveðinn klúbb eða dægrastyttingu sem þau vilja taka sér fyrir hendur á degi hverjum.

Þemadagar

Hver læsistegund inniheldur stutta umfjöllun um þemadaga, þ.e. heilir dagar á frístundaheimilum og þegar settir eru upp ákveðnir þemadagar eða þemavikur.

Verkfæri

Í hverri læsistegund er að finna tilbúin verkfæri sem hægt er að prenta út og nota á frístundaheimilum með lítilli fyrirhöfn.

Smáforrit

Í hverri læsistegund eru tillögur að fjölbreyttum smáforritum sem hægt er að nota til eflingar máls og læsis innan frístundaheimila. Smáforritin eru valin með það í huga að börnin geti notað þau í misstórum hópum.