fristundalaesi@gmail.com

Félagslæsi- Tilfinningaveggspjald

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Tilfinningaveggspjald

f

Þegar börn koma tilfinningum sínum ekki í orð getur verið gagnlegt að hafa uppi veggspjald sem sýnir svipbrigði sem túlka tilfinningar. Þá geta börn bent á myndina og starfsfólk frístundaheimilisins rætt við þau um hvernig þeim líður, svo sem reið, glöð o.s.frv. Þetta auðveldar börnum að vera læs á tilfinningar sínar og þroska með sér næmni í samskiptum.

Einnig er tilvalið að fá börnin til þess að stinga upp á ýmsum mismunandi tilfinningum sem þau þekkja og hafa með á veggspjaldinu.