fristundalaesi@gmail.com

Lista- og menningarlæsi- Listabarn mánaðarins

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Listabarn mánaðarins

f

Gaman er að kynna hæfileikarík listabörn fyrir börnum frístundaheimilisins og mætti til þess nota veggspjöld Frístundalæsis um listabörn.

Það getur verið bæði fróðlegt og skemmtilegt fyrir börnin að sjá verk listabarnanna og lesa sig til um þau. En sum þeirra urðu heimsfræg um tveggja ára aldur vegna sköpunargáfu sinnar.

Hægt er að nýta veggspjöldin til að skapa áhugaverðar umræður og auka list og menningarvitund barnanna ásamt því að kynna þau fyrir ólíkum sköpunarhæfileikum og ímyndunarafli.