Litabingó
f
Verkfærið Litabingó er skemmtilegt spil sem styður við litaskilning, málþroska og þátttöku barna í skapandi starfi. Allir litirnir sem koma fyrir í spilinu má finna á veggspjaldinu með litahringnum og er gott að hafa það til stuðnings meðan spilað er.
Leikurinn samanstendur af 10 bingóspjöldum og 12 útdráttarspjöldum. Markmiðið er að efla orðaforða barna og hæfni þeirra til að þekkja og nefna liti á íslensku. Jafnframt stuðlar leikurinn að gleði, samveru og einbeitingu í hópstarfi á frístundaheimilum.
f
