fristundalaesi@gmail.com

Um okkur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Hvernig varð Frístundalæsi til?


Á bakvið Frístundalæsi eru tvær reynslumiklar konur sem brenna fyrir eflingu máls og læsis barna á frístundaheimilum.

Hugmyndin að Frístundalæsi kviknaði árið 2014 út frá samstarfsverkefni í skólahverfi í Laugardalnum. Þar unnu höfundar sem forstöðumenn frístundaheimilisins Glaðheimar að eflingu máls og læsis barna í samstarfi við Langholtsskóla og leikskólann Sunnuás. 

Síðar unnu höfundar að rannsóknarverkefni fyrir Rannís og Háskóla Íslands í samstarfi við og með stuðningi frá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Helsta markmið þess var að skoða hvort tækifæri væru til eflingar máls og læsis á frístundaheimilum. 

Á grunni rannsóknarinnar varð til þróunarverkefnið Frístundalæsi.

Fatou

Fatou er doktorsnemi Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og stundarkennari við sömu stofnun. Hún hefur lokið BA-prófi í mannfræði og MA-gráðu í þróunarfræði við Háskóla Íslands. Fatou hefur víðtæka reynslu úr ólíkum störfum innan frístundageirans.

Tinna Björk

Tinna Björk er forstöðumaður á frístundaheimili og stundakennari Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur lokið BA-prófi í félagsfræði og MA-gráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Tinna hefur starfað sem frístundaleiðbeinandi, stuðningsfulltrúi, aðstoðarforstöðumaður og forstöðumaður á ólíkum frístundaheimilum allt frá árinu 2010.

Viðurkenningar 

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Frístundalæsi var valið í hóp öndvegisverkefna árið 2019 og hlaut viðurkenningu fyrir afburða úrlausn og vinnslu við verkefnið.

Íslensku menntaverðlaunin

Frístundalæsi hlaut tilnefningu sem framúrskarandi þróunarverkefni árið 2020.

Hvatningarverðlaun SFS

Frístundaheimilið Dalheimar 2022 og Frístundaheimilið Klapparholt 2023 hlutu Hvatningarverðlaun SFS fyrir framúrskarandi starf þar sem hugmyndafræði Frístundalæsis var höfð að leiðarljósi.

Þjónusta

Við veitum starfsfólki og stjórnendum frístundaheimila hagnýta ráðgjöf, þjálfun og stuðning sem kemur að gagni í starfi. Í boði eru fyrirlestrar, námskeið og sérsniðnar lausnir.

Námskeið

Verð er mismunandi eftir fjölda námskeiða, tímalengd þeirra og stærð hópa.

Vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið fristundalaesi@gmail.com fyrir verðhugmynd.

Fyrirlestrar og kynningar

Verð fyrirlestra og kynninga eru mismunandi eftir stærð hópa og tímalengdar.

Vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið fristundalaesi@gmail.com fyrir verðhugmynd.

Ráðgjöf

Ráðgjöf og eftirfylgni er mismunandi eftir umfangi og áskorunum.

Vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið fristundalaesi@gmail.com fyrir verðhugmynd.