Sjónrænar merkingar fyrir frístundaheimili
f
Verkfærið Merkingar felur í sér tilbúnar sjónrænar merkingar sem ætlaðar eru fyrir frístundaheimili. Þær má nota víðsvegar um frístundaheimilið til að efla mál og læsi barna á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Tilgangurinn er að gera börnum auðveldara að tengja orð og mynd við hlutina í umhverfinu.
Merkingarnar má hengja upp á sýnilegum stöðum og jafnvel í samstarfi við börnin, til dæmis þegar þau taka þátt í að merkja umhverfið sitt. Einnig má nota verkfærið sem upphafspunkt í umræðum um tungumálið og hvernig við getum orðið meðvituð um orð og merkingu í daglegu starfi á frístundaheimilum.
f
