Samstæðuspil með stjörnumerkjum
f
Samstæðuspilið inniheldur 24 spil, tólf pör af stjörnumerkjum. Spilið er fróðlegt og skemmtilegt og í senn frábær leið til að efla vísindalæsi og minni barna.
Mikilvægt er að gefa sér tíma til að ræða stjörnumerkin um leið og þau koma fram í spilinu ásamt mánuðunum. Þá geta oft skapast áhugaverðar umræður á meðan á spilinu stendur.
Hægt er að leyfa börnunum að lita myndirnar á spilunum og klippa þau sjálf út ef áhugi er fyrir hendi.