fristundalaesi@reykjavik.is

Heilsulæsi – Dansklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Dansklúbbur

Tónlist og hreyfing eru tengd saman með dansi. Á mörgum frístundaheimilium eru til fjölbreyttir Dansklúbbar. Stundum er frjáls leikur og dans í hávegum hafður en stundum er notast við dansleiki eða smáforrit, eins og GoNoodle. Börnin geta líka samið sinn eigin dans með leiðsögn starfsfólks frístundaheimilisins. 

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi Dansklúbbsins er gott að fá börnin til að sitja í hring og vekja líkamspartana sína með því að slá létt á þá og segja upphátt hvað þeir heita, eins og iljar, olnbogar og læri. 

Því næst eru kynntar ólíkar tegundir af dansi og stíl fyrir börnunum ásamt þeirri tónlist sem hæfir hverjum dansi og fá að sjálfsögðu allir að prufa. 

Það getur verið skemmtilegt að brjóta upp Dansklúbbinn með ýmsum leikjum, eins og stóladansinum. Á Leikjavefnum er hægt að finna fjölbreytt úrval af leikjum sem mætti notast við. 

Undir lok klúbbsins er gott að gefa sér 10 mínútur til þess að ræða við börnin um þann dans sem þeim fannst flottastur og hvaða tónlist var fallegust.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða stórir hópar

Undirbúningur: Tilvalið er að ákveða hvort notast verði við dansleiki eða boðið verði upp á frjálsan dans. Gott er að kynna sér ólíkar danstegundir og finna til skemmtilega tónlist.

Áhöld: Útvarp, góð tónlist og snjalltæki eftir þörfum

Rými: Stórt rými


Smáforrit:

GoNoodle er skemmtilegt smáforrit sem inniheldur fjölbreyttar dans tegundir og jóga æfingar fyrir börn.

Smáforritið Lazy Monster er með fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar fyrir fjöruga krakka á öllum aldri.