fristundalaesi@reykjavik.is

Samfélagslæsi – Uppskriftaklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Uppskriftaklúbbur

Uppskriftaklúbburinn gefur börnum tækifæri á að prufa að vinna með fjölbreyttar uppskriftir hvaðan að úr heiminum. Þrátt fyrir að þetta krefjist þónokkurs undirbúnings getur klúbburinn verið afar fróðlegur og skemmtilegur.

f

Leiðbeiningar: 

Byrjað er á því að undirbúa klúbbinn með því að safna einföldum uppskriftum. Hægt er að biðja börnin um að fá uppskriftir frá fjölskyldum sínum og þá helst uppskriftir sem hafa ákveðna þýðingu fyrir þau sjálf, fjölskylduna eða koma upprunalega frá heimalandinu.

Þegar nokkrar uppskriftir hafa verið valdar getur klúbburinn hafist. Byrjað er á því að segja börnunum frá uppskriftinni og bakgrunni hennar. 

Því næst er matreitt eða bakað eftir uppskriftinni.  Börnin fá þá tækifæri til þess að elda eða baka eitthvað nýtt og spennandi. Gaman er fyrir börnin að teikna myndir og skoða bækur meðan beðið er. 
Þegar klúbburinn hefur verið haldinn ítrekað yfir árið er hægt að safna uppskriftunum saman og gefa út uppskriftabók frístundaheimins jafnvel með aðstoð Book Creator. Þar er hægt að nota myndir sem börnin hafa teiknað í tengslum við uppskriftina til myndskreytingar.

Aldursviðmið: 3 og 4.bekkur

Stærð hóps: Litlir hópar

Undirbúningur: Gott er að safna saman einföldum uppskriftum jafnvel frá börnum og/eða foreldrum. 

Áhöld: snjalltæki eftir þörfum

Rými: Eldhús


Smáforrit:

Book Creator er bókagerðarforrit til þess að búa til gagnvirka rafbók. Hægt er að setja inn myndir, texta, hljóð og upptökur. Einnig er hægt að bæta við ýmsu efni úr öðrum forritum inn í bókina svo sem brúðugerðamyndum, teiknimyndum eða klippimyndum.

Kennslumyndbönd: