fristundalaesi@gmail.com

Lista og menningarlæsi – Myndasögugerðarklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Myndasögugerðarklúbbur

Myndasögur eru skemmtileg afþreying og því er tilvalið að setja upp Myndasöguklúbb á frístundaheimilum. Slíkur klúbbur býður upp á mikla möguleika þar sem börn geta lesið og skoðað myndasögur eða búið til sínar eigin.

f

Leiðbeiningar:

Í upphafi klúbbsins er tilvalið að leyfa börnunum að skoða myndasögur ætluðum þeirra aldursflokki í nokkurn tíma. Í kjölfarið er hægt að leyfa börnunum að búa til sínar eigin myndasögur. Auðvelt er að útbúa blöð með tómum römmum sem börnin geta síðan teiknað inn í. Einnig er hægt að nota fyrirfram gerða ramma sem finna má á vefnum.

Textablöðrur er hægt að teikna en einnig er gaman að útbúa þær og prenta út. Þá geta börnin klippt þær til og komið fyrir í sögunum sínum. Það er einnig hægt að finna tilbúnar textablöðrur á vefnum.

f

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða meðalstórir hópar

Undirbúningur: Skoða myndasögur ætlaðar börnum, prenta út blöð með römmum og/eða talblöðrur

Áhöld: Blöð með römmum eða blöð og reglustikur. Penna og liti. Einnig er hægt að nýta snjalltæki.

Rými: Lista- og föndurrými