fristundalaesi@gmail.com

Náttúru og umhverfislæsi – Plokkaraklúbbur

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Plokkaraklúbbur

Áhugi á umhverfisvernd og heilsusamlegu líferni er sameinaður í Plokkaraklúbbi. Þar fá börnin tækifæri til þess að fara út, hreyfa sig og tína rusl. 

fff

Leiðbeiningar:

Það þarf í raun ekkert til að byrja að plokka nema viljann. En ráðlagt er að vera með ruslapoka við hendina og jafnvel plasthanska fyrir börnin. Mikilvægt er þó að fara yfir hvers konar rusl er verið að safna, svo sem plastpokum og umbúðum og hvaða rusl börnin eiga alls ekki að snerta.

Tilvalið er að plokka í gönguferðum eða á meðan skokkað er. Gott er að byrja að plokka svæðið í kringum frístundaheimilið og rölta síðan um nærliggjandi hverfi. 

Á meðan plokkararnir plokka er skemmtilegt að segja sögur og jafnvel fá börnin til þess að taka þátt í skáldskapnum. 

Undir lok ferðarinnar getur verið fróðlegt að fara yfir magn þess rusl sem að tíndist til og er afar mikilvægt að ræða við börnin um umhverfisvernd og áhrif neysluhátta okkar á umhverfið. Ýmislegt fræðsluefni má nálgast á síðu Reykjavíkurborgar um endurvinnslu og endurnýtingu, Landvernd og Sorpa.

Aldursviðmið: Allir

Stærð hóps: Litlir eða stórir hópar

Undirbúningur: Gott er að kynna sér umhverfisvernd og áhrif neysluhátta á umhverfið. Finna til ruslapoka og plasthanska og ákveða svæði sem verður plokkað.

Áhöld: Ruslapokar og plasthanskar. Fróðlegt efni um umhverfisvernd og neysluhætti

Rými: Útisvæði og hverfið í kring