fristundalaesi@reykjavik.is

Lista og menningarlæsi

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Læsistegund

Lista og menningarlæsi

Mannkynið á sér ríka og áhugaverða lista- og menningarsögu sem kjörið er að kynna fyrir börnum í gegnum leik og starf. Sköpun er samkvæmt Mennta- og barnamálaráðuneytinu einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi og fer fram umtalsvert starf á því sviði bæði í grunnskólum og frístundaheimilum landsins.

Flest börn eru í eðli sínu forvitin og með ríka athafnaþrá og þangað á sköpunargleðin rætur sínar að rekja. Sköpun barna felur í sér ákveðna áskorun sem þau leita spennandi leiða til þess að leysa með frumleika og frumkvæði að vopni.

Ríkjandi listastefnur og menningaarfleið geta gefið okkur innsýn í óþekktan veruleika eða tímabil. Aukin þekking á listum og menningu með fjölbreyttu lista- og menningarstarfi fyrir börn getur haft áhrif á skilning þeirra á sögu, samfélagi og umhverfi.

Börnum sem gefið er tækifæri á vettvangi þar sem þau geta fengið útrás fyrir leik og sköpunarþrá, tileinka sér gagnrýna hugsun, nýja sýn og nýjar aðferðir í gegnum sköpun.

Eflir lista og menningarvitund

Eykur sköpunarhæfni 

Styrkir ímyndunarafl