fristundalaesi@reykjavik.is

Lista og menningarlæsi – Smáforrit

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Smáforrit


Tillögur að fjölbreyttum smáforritum sem hægt er að nota til eflingar á lista og menningarlæsi innan frístundaheimila. Smáforritin eru valin með það í huga að börnin geti notað þau í misstórum hópum.

Puppet Pals

Skapandi brúðugerðarforrit þar sem börnin geta valið sér sögusvið og persónur. Hægt er að taka myndir af hverju og hverjum sem er til þess að nota sem persónur eða bakgrunn.

Puppet Pals II

Smáforrit þar sem hægt er að búa til lengri og styttri teiknimyndir á einfaldan hátt. Hægt er að taka myndir af hverju og hverjum sem er til þess að nota sem persónur eða bakgrunn.

Garage Band

Einfalt hljóðvinnsluforrit þar sem hægt er að klippa saman hljóð, lesa inn á, búa til eða bæta við tónlist. Hægt að notast við fjölmargar tegundir af hljóðfærum og töktum.

Jólasveinadagatalið

Jólasveinadagatal með íslensku jólasveinunum. Þar er hægt að finna upplýsingar um nöfn, komutíma og einkenni fyrir alla jólasveinana. Einnig eru þar að finna fróðleiksmola um Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn. Forritið býður einnig upp á skemmtilegan þrautaleik.

Útilistaverk í Reykjavík

Smáforrit þar sem hægt er að fræðast um útilistaverk Reykjavíkur á einfaldan og skemmtilegan hátt. Þar má einnig hlusta á hljóðleiðsagnir og hægt að finna skemmtilega leiki til þess að fara í.

Sögusteinn

Skemmtileg og fróðleg leikjabók fyrir krakka á aldrinum 6 – 10 ára. Spennandi saga sem gerist í hulduheimum á Íslandi og inniheldur fróðleik um íslenska þjóðhætti.

Osmo Coding Jam

Smáforrit þar sem hægt er að búa til lög með því að gera lúppur og mynstur með kóðunarspjöldunum. Yfir 300 mismunandi hljómar til að velja úr.

Mussila

Íslenska smáforritið Mussila kennir börnum grunnatriði í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir.

Spotify for kids

Smáforritið er auðveld leið fyrir börn á öllum aldri til að uppgötva tónlist í skemmtilegu umhverfi. Þar er hægt að finna fullt af sönglögum, hljóðrásum og lagalistum fyrir unga hlustendur.

Solfege stories

Með smáforritinu Solfege Stories geta börn lært að spila eftir eyranu. Þar er meðal annars hægt að spila leiki til að finna vinsæl lög og spila leiki á meðan hlustað er á lög.

Figure

Tónlistargerðarforritið er einfalt í notkun og frábært fyrir allan aldur. Það er notað semja allskyns tónlist og hefur fjölbreytt úrvali af töktum og hljóðfærum.