fristundalaesi@gmail.com

Vísindalæsi

Efling máls og læsis á frístundaheimilum

Læsistegund

Vísindalæsi

Vísindalæsi snýr að því að efla skilning og vitneskju barna um vísindi, svo sem raunvísindi og náttúruvísindi.

Læsið eykur þekkingu þeirra á hugmyndum í vísindum, tilgang þeirra og notagildi. Einnig er lagt upp úr því að börnin geti sett fram spurningar til að geta aflað sér frekari þekkingar, ályktað, rökstutt og lagt sitt af mörkum í upplýstri umræðu.

Þannig geta þau gert sér grein fyrir samspili náttúru og mannsins og valdi hans yfir tækninni. Auk þess sem þau verða gagnrýnni á hlutverk sitt og áhrif vísinda og tækni á eigið líf, umhverfi og samfélag.

Með vísindalæsi eykst þekking barna á nútímasamfélagi sem hjálpar þeim að taka skynsamlegar ákvarðanir í málefnum er snúa að vísindum.

Eykur tæknivitund

Eflir rökhugsun

Eflir vísindagildi