Einföld smáskref
Til þess að hefjast handa við að efla heilsulæsi markvisst í starfi frístundaheimila er hægt að byrja á þessum smáskrefum. Skrefin þrjú eru nokkuð einföld í sniðum og eiga það sameiginlegt að þurfa takmarkaðan undirbúning og taka stuttan tíma í framkvæmd.
Hljóðbók
Notalegt getur verið að hlusta á hljóðbók í síðdegishressingunni. Hægt er að finna fjölbreytt úrval af hljóðbókum á öllum Borgarbókasöfnum.
Einnig er að finna lista með áhugaverðum hljóðbókum í verkfærakistu Frístundalæsis. Þar er listi yfir stuttar hljóðbækur og lengri.
Áhugaverðir hlekkir
HljóðbókarlistiHreinlæti
Myndrænar leiðbeiningar um handþvott hafðar í augnhæð barna nálægt öllum vöskum á frístundaheimilinu og þau hvött til að þvo sér um hendur áður en þau fá sér að borða.
Áhugaverðir hlekkir
HandþvotturFæðuhringur
Höfum fæðuhringinn sýnilegan í augnhæð barna ásamt ráðleggingum varðandi síðdegishressingu.