fristundalaesi@gmail.com

Hvað er Frístundalæsi?

Hugmyndabanki þar sem finna má margvíslegar hugmyndir um hvernig efla megi mál og læsi barna sem dvelja á frístundaheimilum á Íslandi

10 einföld atriði til þess að hefjast handa

1. Myndrænt skipulag

Höfðum til barna með myndrænu dagskipulagi, valtöflu og matseðli.

2. Allt merkt

Merkjum allt milli himins og jarðar á frístundaheimilinu með orði og mynd. Gaman er að gera það í samstarfi við börnin.

3. Bækur sýnilegar og snúa fram

Höfum bækur sýnilegar og látum skemmtilegar bækur snúa fram til að auka áhuga barnanna.

4. Gæðastund í síðdegishressingu

Gerum hressinguna að gæðastund með spjalli við börnin eða ævintýralegri sögustund.

5. Upplýsingaflæði til barna

Aukum upplýsingaflæði til barnanna með myndrænum reglum, leiðbeiningum og sáttmálum sem eru sett upp í augnhæð barna. Tilvalið er að hengja upp fjölbreytt veggspjöld Frístundalæsis t.d. tilfinningavegspjaldið.

6. Notalegt lestrarhorn

Komum upp notalegu lestrarhorni með fjölbreyttu úrvali af bókum á mörgum tungumálum. Tilvalið er að skreyta rýmið með bókaormi þar sem bækurnar sem börnin hafa lesið eru kortlagðar.

7. Tungumál frístundaheimilisins

Hvaða tungumál eru töluð á frístundaheimilinu? Kortleggjum þau og höfum stafróf þeirra sýnileg.

8. Tíu mínútna reglan

Notumst við 10 mínútna regluna: Gefðu þér 10 mínútur til að eiga í samskiptum við hvert barn sem stendur höllum fæti félagslega eða er fjöltyngt með íslensku sem annað tungumál.

9. Algengustu orðin

Hver eru 100 algengustu orðin í íslensku? Höfum þau sýnileg annað hvort á gólfi eða á veggjum.

10. Leikur dagsins

Bjóðum upp á leik dagsins. Skipuleggjum einn hópleik í útiveru ásamt því að hafa lýsingu og reglur sýnilegar.

Læsistegundir

Félagslæsi
Lista og menningarlæsi
Miðlalæsi
Samfélagslæsi
Náttúru og umhverfislæsi
Vísindalæsi
Heilsulæsi

Leiðbeiningar

Læsisumfjöllun

Hver upphafssíða inniheldur fræðitexta sem fjallar um hverja tegund læsis, þar sem hún er skilgreind og sett í samhengi við frístundastarf.

Almennt starf 

Hver læsistegund inniheldur hugmyndir sem framkvæma má í almennu starfi, þ.e. allt það starf sem fer fram á frístundaheimilum að undanskildu skipulögðu klúbbastarfi.

Klúbbastarf

Hver læsistegund inniheldur hugmyndir af klúbbastarfi, þ.e. skipulagt starf þar sem börnin velja sér ákveðinn klúbb eða dægrastyttingu sem þau vilja taka sér fyrir hendur á degi hverjum.

Þemadagar

Hver læsistegund inniheldur stutta umfjöllun um þemadaga, þ.e. heilir dagar á frístundaheimilum og þegar settir eru upp ákveðnir þemadagar eða þemavikur.

Verkfæri

Í hverri læsistegund er að finna tilbúin verkfæri sem hægt er að prenta út og nota á frístundaheimilum með lítilli fyrirhöfn. 

Smáforrit

Í hverri læsistegund eru tillögur að fjölbreyttum smáforritum sem hægt er að nota til eflingar máls og læsis innan frístundaheimila. Smáforritin eru valin með það í huga að börnin geti notað þau í misstórum hópum. 

Samstarfs- og styrktaraðilar

 

 

 

Reykjavíkurborg

 

 

Háskóli Íslands

 

 

Rannís